Hugmót býður upp á ýmiss konar kerfisvinnu og forritun. Við höfum áratuga reynslu í skipulagningu hvers konar kerfa, forritun þeirra ásamt gangsetningu og kennslu. Okkar sterkustu vígi í forritun eru á eftirtöldum vélum og stýrikerfum:
- PC/Windows
- Undir Windows notum við einkum Delphi frá Embarcadero og með því þrautreynd rútínusöfn frá TurboPower, JAM-software og fleiri aðilum. Leitarforritið AcuteFinder og Tannlæknaþjónninn eru dæmi um forrit sem við höfum þróað í þessu umhverfi.
Einnig klárum við dæmið með því að nota Help&Manual fyrir notendahandbækur og hjálpartexta, og síðast en ekki síst InnoSetup fyrir fagmannlega innsetningu forrita.
- Android öpp
- Undir Android bjóðum við upp á öpp sem uppfylla þínar þarfir. Innan tíðar getur þú sótt hér ókeypis dæmi um afrek okkar á þessu sviði!
- RPG á AS/400
- Þetta rótgróna og trausta forritunarmál ásamt áreiðanlegu umhverfi IBM millitölvanna stendur alltaf fyrir sínu. Við höfum víðtæka reynslu í forritun í þessu umhverfi, t.d. höfum við unnið fjölmörg forrit og kerfi fyrir Prentsmiðjuna Odda, Ræsi og Landsbanka Íslands.
Verð fyrir kerfisvinnu er kr. 16.995 án VSK pr. klukkustund (eða 21.074 m/VSK).
Ef um stór verk er að ræða, veitum við oft 10-20% afslátt. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við sérsmíði nýrra kerfa eða viðhald á eldri kerfum.